Booking Procedure for Icelandic Travellers

BÓKUNARSKILMÁLAR

Þegar ferðin hefur verið bókuð:
Þegar bókunarformið hefur verið sent og staðfestingargjaldið greitt, færðu senda kvittun. Þú færð sendan reikning frá okkur fyrir ferðakostnaðinum, að frádregnu staðfestingargjaldinu. Ef vill, er hægt að greiða inn á reikninginn (sjá fyrirkomulag hér að neðan). Lokagreiðsla þarf að berast í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför. Í tölvupósti færðu öll ferðagögn 2-3 vikum fyrir brottför.

Greiðslutilhögun

Bókunargjald: £ 100 á mann við bókun

Innborgun 1: 30% af reikningsupphæðinni fyrir 29. febrúar, 2016

Innborgun 2: 30% af reikningsupphæðinni fyrir 31. mars, 2016

Lokagreiðsla: fyrir 6. apríl, 2016

Breytingar og afbókanir

Ef þú þarft að breyta eða afbóka ferð:
Iceland Traveller reynir að koma til móts við þig vegna breytinga á bókun á ferð, sem þú neyðist til að gera. Í öllum tilfellum er tekið umsjónargjald sem nemur £100 fyrir hverja bókun.

Aðeins sá sem bókaði ferðina getur afbókað. Afbókun tekur gildi um leið og skrifleg tilkynning þar um berst skrifstofu okkar.

Bókunargjald er ekki endurgreitt.

Ferðaskrifstofan heldur eftir hluta greiðslu miðað við hversu langt er í brottför þegar afbókað er:

56-29 dögum fyrir brottför             40% af greiðslum

28-15 dögum fyrir brottför             60% af greiðslum
14-5   dögum fyrir brottför             90% af greiðslum

4-0     dögum fyrir brottför             100% af greiðslum

Þurfirðu að fara úr ferðinni á meðan á henni stendur þá berðu sjálf/-ur kostnaðinn sem af því hlýst.

Þurfirðu að afbóka ferðina, hverjar sem ástæðurnar kunna að vera, þá munum við skoða þann möguleika að þú getir fært þær fjárhæðir sem þú hefur greitt fyrir ferðina yfir á einhvern annan sem þá færi í ferðina í þinn stað. Óska þarf eftir þessari breytingu eigi síðar en 56 dögum fyrir upphafsdag ferðarinnar.

Ef að við þurfum að breyta eða afturkalla ferð

Við áskiljum okkur rétt til að breyta ferðatilhöguninni. Það getur orðið nauðsynlegt vegna óviðráðanlegra aðstæðna, svo sem veðurs, stjórnmálaástands, flugáætlanna og hótelgistingar.

Við upplýsum þig um smávægilegar breytingar fyrir brottför. Teljum við að um stórvægilega breytingu sé að ræða þá upplýsum við þig um hana um leið og við getum. Við gefum þér þá tækifæri til að samþykkja breytinguna, eða fara í aðra ferð (og endurgreiða þér þá mismuninn, ef einhver er), eða fá ferðina endurgreidda.

Við berum ekki ábyrgð á því ef af ferð þinni varð ekki, eða hún misfórst vegna:

Óvenjulegra aðstæðna, sem við réðum ekki við eða gátum á engan hátt forðast, eða vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Við erum ekki skyldug til að greiða þér neinn ferða- eða aukakostnað sem þú hefur lagt út í vegna breytinga eða aflýsingar okkar á ferð. Með því að merkja við ,,samþykkja bókunarskilmálana” á bókunarforminu samþykkir þú að skilmálarnir hér séu sanngjarnir.